Þungt leyfisveitingaferli grænnar orku - fjöldi umsagna

Kallað hefur verið eftir umbótum á leyfisveitingaferli grænnar raforku. Fjallað var um málið bæði á nýliðnu Viðskiptaþingi, á ársfundi Landvirkjunar og Iðnþingi Samtaka Iðnaðarins.

Athyglsivert er að raforkugeirinn er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu lagaverki þegar kemur að leyfisveitingum, annars vegar rammaáætlun og hins vegar öðrum lögum, s.s. skipulagslögum, lögum um mat á umhverfisáhrifum o.fl.

Þetta hefur valdið því að fjölda ára, jafnvel áratugi, tekur fyrirtæki að sækja virkjanaleyfi. Sem dæmi, þegar niðurstöður þriðju rammaáætlunar (R3) eru skoðaðar þá kemur í ljós að meðaltímalengd umfjöllunar rammaáætlunar er 16 ár og alls 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í R3 höfðu verið til umfjöllunar rammaáætlunar í 23 ár.

Hluti af vandamálinu er hve langan tíma það tekur að sækja umsagnir ýmissa aðila um ýmsa þætti grænorku verkefna. Taflan hér að neðan sýnir umsagnir sem sækja þarf á ýmsum tímum í ferlinu (Heimild: uppfærð tafla frá VSÓ) (1). Eins og sést þá er annars vegar um lögbundnar umsagnir að ræða og hins vegar umsagnir sem kallað er eftir háð aðstæðum.

Spurningin er hvort ekki sé hægt, og tími kominn til, að straumlínulaga þetta ferli enda ríkir þjóðhagslegir hagsmunir undir.

(1) VSÓ ráðgjöf. 2020. Málsmeðferð við leyfisveitingar og mat á umhverfisáhrifum. https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/Malsmedferd-leyfisveitinga_201007.pdf

 

Screenshot 3_13_2023 8_32_06 AM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Okkar hlið

Höfundur

Okkar hlið
Okkar hlið

Okkar hlið á vindorkumálum á Íslandi.  Við erum landeigendur að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð og höfum unnið að byggingu vindlundar þar í nokkur ár.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flytimedferd
  • vindur i ramma
  • vindur i ramma
  • vindur i ramma
  • Screenshot 3_13_2023 8_32_06 AM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband