Óeðlilega langur leyfisveitingatími endurnýjanlegrar raforku á Íslandi

Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag.  Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 

  1. Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.  Frumvarpið varð ekki að lögum sem þýðir að vindurinn fellur ekki þar undir. 
  1. Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015.  Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti sem skýrir mögulega hvatann að baki áðurnefndu frumvarpi. 
  1. Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. 

En af hverju skiptir þetta máli?  Ástæðan er sú að leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi.  Dæmi eru um að 9 verkefni hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár og þá eiga skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi eftir að eiga sér stað sem tekið geta 4-8 ár.  Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi.   

Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár.  Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku.  Það má einnig benda á að endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu reglugerðar og lagaumhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum öll önnur lög m.a. mat á umhverfisáhrifum, skipulagsbreytingar, o.s.frv. 

 

Metnaðarfull loftslagsmarkmið Íslands 

Á sama tíma og endurnýjanleg orka sætir met leyfisveitingatíma hafa stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% samdrátt árið 2030 og kolefnishlutleysi árið 2040.  Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku og útilokað að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna.  Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun? 

Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. 

 

Lokaorð 

Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli?  Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta?  Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi leyfisveitingatíma? 

www.okkarhlid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Okkar hlið

Höfundur

Okkar hlið
Okkar hlið

Okkar hlið á vindorkumálum á Íslandi.  Við erum landeigendur að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð og höfum unnið að byggingu vindlundar þar í nokkur ár.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flytimedferd
  • vindur i ramma
  • vindur i ramma
  • vindur i ramma
  • Screenshot 3_13_2023 8_32_06 AM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband